Morgunblaðið, September 13, 2009

From The Elvis Costello Wiki
Jump to navigationJump to search
... Bibliography ...
727677787980818283
848586878889909192
939495969798990001
020304050607080910
111213141516171819
202122232425 26 27 28


Morgunblaðið

Iceland publications

European publications

-

Sérlundaður snillingur


translate
  Árni Matthíasson

Vart verður tölu komið á allar þær tónlistarstefnur sem breski tónlistarmaðurinn Elvis Costello hefur fengist við í gegnum tíðina, allt frá rokki til strengjakvartetta. Á hans nýjustu plötu, Secret, Profane & Sugarcane, leggur hann svo nafn sitt við blágresi, þótt tónlistin sjálf sé ekki hreint blágres

Elvis Costello hefur marga fjöruna sopið frá því hann stofnaði fyrstu hljómsveitina fyrir bráðum þremur áratugum. Hann var á sínum tíma í fremstu röð í bresku nýbylgjunni undir lok áttunda áratugarins. Snar þáttur í þeirri rokkbylgju var að þeir sem þar fóru fremstir í flokki vildu leita aftur í ræturnar, hræra saman við rokkið kántrýmúsík, soul og jafnvel sveifludjass.

Elvis Costello, sem móðir hans nefndi Declan Patrick MacManus, spilaði með ýmsum sveitum sem unglingur og þá undir listamannsnafninu D.P. Costello, áður en hann breyttist í Elvis (að ráði umboðsmanns síns) og hóf sólóferil. Hann komst á plötusamning 1976, fyrsta smáskífan kom út í mars 1977 og fyrsta breiðskífan, My Aim is True, í maí. Þó þeirri plötu hafi verið vel tekið sló hann ekki almennilega í gegn fyrr en með Armed Forces tveimur árum síðar.

Stílbrigði úr ýmsum áttum
Plötur Costellos frá þessum tíma eru óvenjulegar um margt og þá aðallega það að á þeim ægir saman stílbrigðum úr ýmsum áttum, enda virtist hann hafa flestar tónlistastefnur á valdi sínu. Það heyrist einna best á Get Happy!! sem kom út 1979, en hún er nánast helguð rytmablús og soultónlist, alt frá umslagi til tónlistar. 1981 var svo röðin komin að kántrýinu, en á Almost Blue tekur hann fyrir lög eftir ýmsar helstu hetjur kántrýtónlistarinnar; Hank Williams, Charlie Rich, Merle Haggard og fleiri, en yngri spámenn fá að fljóta með, þar helstur Gram Parsons. (Þess má geta að Costello og hljómsveit hans hljóðrituðu þrjátíu kántrýslagara í Nashville á rúmri viku. Margir þeirra eru aukalög á Rhino-útgáfu plötunnar frá 2004). Ekki verður saga Elvis Costellos rakin frekar að sinni, en ofangreint dregið fram til að undirstrika að nýjasta skífa hans fellur býsna vel að því sem hann hefur leyft sér í gegnum tíðina; það er stutt frá kántrýinu í blágresið.

Ýmsir gagnrýndu Almost Blue á sínum tíma fyrir rokktakta í söngnum, því þó ekki hafi mikið verið kvartað yfir spilamennsku og útsetningum fannst mönnum sem söngurinn væri of rokkkenndur, sungið í botni þegar það átti alls ekki við. Á plötunni nýju fer allt betur fram, hugsanlega vegna þess að hinn smekkvísi T Bone Burnett er við stjórnvölinn, en miklu skiptir líka að spilamennska er öll fyrsta flokks og vel það. (King of America er sú plata Elvis Costellos sem gagnrýnendur kunna best að meta, en T Bone Burnett var einmitt við stjórnvölinn á þeirri skífu og eins á Spike sem er mest selda plata Costellos).

Ekki bara blágresi
Víst er Secret, Profane & Sugarcane blágresiskífa, en músíkin er þó ekki hreint blágresi. Hljóðfæraskipan er þó eftir bókinni; harmonikka, Dobro, kontrabassi, kassagítar, mandólín og fiðla. Jim Lauderdale er áberandi á plötunni, enda raddar hann með Costello, og eins lætur Emmylou Harris til sín heyra. Lögin á plötunni eru öll nema tvö eftir Costello ýmist að öllu leyti eða unnin í samvinnu við aðra; eitt samdi hann með T Bone Burnett og eitt með Loretta Lynn, en þess má geta að tvö laganna eru í eldri kantinum; Costello hefur greinilega viljað vinna „Complicated Shadows“ upp á nýtt og eins „Hidden Shame“, sem Costello samdi fyrir Johnny Cash á sínum tíma, en Cash náði aldrei að hljóðrita. Fjögur laganna eru svo hluti af óperu sem Costello er með í smíðum og segir frá sagnameistaranum Hans Christian Andersen.

Þeir Burnett og Costello hafa áður unnið saman með góðum árangri og þeir voru líka fljótir að koma sér til verka þegar Secret, Profane & Sugarcane var tekin upp því upptökur tóku aðeins þrjá daga enda segir Costello að sér líði eins og þeir séu bræður, ekki síst í ljósi þess hve þeir eru sammála á öllum sviðum þegar tónlist er annars vegar.


Tags: Secret, Profane & SugarcaneMy Aim Is TrueArmed ForcesGet Happy!!Almost BlueHank WilliamsCharlie RichMerle HaggardGram ParsonsRhino RecordsT Bone BurnettKing Of AmericaSpikeJim LauderdaleEmmylou HarrisLoretta LynnComplicated ShadowsHidden ShameJohnny CashThe Secret SongsHans Christian Andersen

-

Morgunblaðið, September 13, 2009


Árni Matthíasson reviews Secret, Profane & Sugarcane.

Images

2009-09-13 Morgunblaðið pages 52-53 clipping.jpg
Clipping. Photo credit: James O'Mara

-



Back to top

External links